Back to All Events

Sycamore tree í Bæjarbíói - Hjarta Hafnarfjarðar

Ágústa Eva og Gunni Hilmarsson í Sycamore Tree fylltu Bæjarbíó þann í april síðastliðnum og munu endurtaka leikinn þann 1.júni næstkomandi. Hljómsveit þeirra Sycamore Tree hefur komið eins og stormsveipur inn á Íslenskt tónlistarsvið og fengið mikla athygli hér sem og erlendis fyrir plötu sína Shelter þar sem nokkur lög af henni svifu á efsta lagi vinsældarlista landsins síðustu mánuðina og hlutu í kjölfar þess tilnefningar og verðlaun á Hlustendaverðlaununum 2017.

Þau vinna nú að sinni annari breiðskífu og munu spila efni af báðum gripum. Ekki missa af einu farsælasta tónlistarteymi undanfarinna ára föstudagskvöldið 1.júni. Þeim til fulltingis verða þau Unnur Birna Björnsdóttir og Arnar Guðjónsson. Nánari upplýsingar og miðasala á midi.is