Back to All Events

HM fótboltaveisla á Thorsplani

Bein útsending á Thorsplani frá fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Moskvu 16. júní.

Ísland mætir Argentínu og geta Hafnfirðingar nær og fjær sameinast á torginu og fylgst með þessum mögnuðu tímamótum og æsispennandi fótboltaleik.

Það verður fjölskyldustemning á torginu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Leikurinn hefst kl. 13 en við hvetjum fólk til að mæta snemma þar sem upphitun hefst fyrr.

Endilega takið með útilegu stóla og annað sem þarf í góðann pikk-nikk á torginu.

Áfram Ísland!
Búmm Búmm .... húúúúúúhhhhhhh

 

 

Later Event: June 17
Þjóðhátíðardagurinn