Back to All Events

Hjarta Hafnarfjarðar - Tónlistar og Bæjarhátíð 2018 í Bæjarbíói


Bæjarbíó og prime kynna með stolti í samstarfi við Egils Gull léttöl ´"Hjarta Hafnarfjarðar-Tónlistar-og Bæjarhátíð 2018"

Annað árið í röð og komið til að vera ! Við stækkum hátíðna frá i fyrra og bjóðum nú upp á 5 daga tónlistarveislu, útisvæði með veitingum á bak við Bæjarbíó í samstarfi við frábæra veitingastaði í Hjarta Hafnarfjarðar.

Miðvikudag 29. ágúst frá kl 19.00- 00:30
Fimmtudag 30. ágúst frá kl 19.00- 00:30
Föstudag 31. ágúst frá kl 19.00- 00:30
Laugardag 01. september frá kl 19.00- 00:30
Sunnudag 02. september frá kl 19:00-00:30

Við opnum húsið kl 19:00 alla dagana og lofum alvöru stemmingu fram yfir miðnætti . Í ár er eingöngu boðið upp á dagpassa á hvern dag fyrir sig. Selt verður í númeruð sæti Miðasala hefst 08. júní á www.midi.is. Aldurstakmark er 20 ár . Allar nánari upplýsingar um dagskrána og annað sem vert er að vita er að finna á Facebook síðu Bæjarbíós Hafnarfjarðarbær er sérstakur samstarfsaðili Hjarta Hafnarfjarðar.

Í portinu á bak við Bæjarbíó bjóðum við svo upp á reykaðstöðu og í tjaldi er hægt að tylla sér niður, fá sér drykk á útibarnum og njóta lifandi tónlistar. Einnig verður boðið upp á veitingar frá völdum samstarfsaðilum í Hafnarfirði s.s Von, Mathús, Tilverunni og Krydd. Meira um það síðar.


DAGSKRÁIN

Hér er dagskráin niður á hvern dag fyrir sig! Við kynnum síðar 30 mín " tónlistaratriði sem koma á hverju kvöldi á undan sjálfum tónleikunum

 • MIÐVKUDAGUR 29. ÁGÚST

AGENT FRESCO
Það er svo sannarlega við hæfi að Agent Fresco opni Hjarta Hafnarfjarðar upp á gátt. Hljómsveitin á 10 ára afmæli á þessu herrans ári og er viðkoma þeirra í Bæjarbíói hluti af afmælistónleikaröð sem stendur yfir allt árið!

 • FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON ÁSAMT HLJÓMSVEIT
Annað árið í röð heiðrar Björgvin Halldórsson okkur með nærveru sinni og nú sem Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Björgvin er einn ástsælasti söngvari landsins og án efa eftirlætissonur Hafnarfjarðar. Hann mun ásamt magnaðri hljómsveit flytja öll sín vinsælustu lög . Rokkstjarna árið 1969... og allar götur síðan. Takk Björgvin okkar fyrir allt!

 • FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 

  BJARTMAR GUÐLAUGSSON ÁSAMT HLJÓMSVEIT
  Eitt fremsta skáld okkar sem skapað hefur karaktera eins og Sumarliða sem er fullur, tjáð hug týndu kynslóðarinnar, ljáð rödd afneitunar Alkans, strokið ástinni með að týna tímanum og svo mætti endalaust telja áfram. Bjartmar Guðlaugsson kemur einnig til okkar í annað sinn líkt og Björgvin Halldórsson nema nú mætir hann með risastórt og frábært band með sér. Það ætti enginn að láta þessa frábæru kvöldstund fram hjá sér fara.
   
 • LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER

HJÁLMAR
Þeir komu, sáu og sigruðu Reaggiemenninguna á Íslandi. Einstakur rtyhmi þeirra og frábærar raddir þeirra Sigurðar Guðmundssonar og Þorsteins Einarssonar hafa sett Hjálma á stall þeirra allra bestu á Íslandi. Sem tónleikaband eru þeir líka hreint út sagt frábærir og með þeim allra bestu.
 

 • SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER

BLÚSMENN ANDREU
Við lokum 5 daga tónlistarveislu með Blúsmönnum Andreu. Notalegt að koma á sunnudagskvöldi eftir stanslaust fjör undanfarinna daga og láta blúsinn renna um æðarnar og koma jafnvægi á líkama og sál. Það jafnast fátt á við að hlusta á drottningu bláu tónanna á Íslandi inn í fallegt septemberkvöld.

ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA VARÐANDI HJARTA HAFNARFJARÐAR

-Bæjarbíó opnar kl 19:00
-Útisvæði opnar kl 19:00
-Lifandi tónlist hefst kl 20:00
-útisvæði lokar kl 00:00
-Bæjarbíó lokar kl 00:30
-Aldurstakmark 20 ár

Earlier Event: August 25
Latabæjarfjör - Hafnarfirði
Later Event: August 31
Sýningaropnanir í Hafnarborg