Back to All Events

Tvöföld ágústsýning Hundaræktarfélags Íslands á Víðistaðatúni


Ágústsýningar HRFÍ verða haldnar helgina 24.-26. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og munu hátt í 1300 hundar keppa um að verða besti hundur eða hvolpur sýningar á föstudegi, laugardegi og sunnudegi.

Laugardag fer fram NKU Norðurlandasýning og sunnudag alþjóðlegsýning, byrjað verður að dæma kl. 9 og úrslit eru áætluð að hefjist kl 15 laugardag og sunnudag.

Dómarar eru þau Carmen Navarro (Spánn), Frank Christiansen (Noregur), Jörgen Hindse (Danmörk), Laurent Pichard (Sviss), Maija Lehtonen (Finnland), Marie Petersen (Danmörk), Sjoerd Jobse (Svíþjóð) og Tim Finney (Írland).

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á www.hrfi.is
Sjáumst!