Back to All Events

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafni Hafnarfjarðar

Við kveðjum sumarlesturinn með stæl, skemmtum okkur saman og fögnum frábærum árangri þátttakenda í ár á uppskeruhátíð sumarlestursins.

Allir þeir sem tóku þátt eru hvattir til að mæta með lestrardagbókina sína, þar sem dregnir verða út vinningshafar í lok hátíðarinnar.

Kl: 12:00 grillum við pylsur, förum í leiki auk þess sem andlitsmálarar og blöðrulistamaður sýna listir sínar.

Kl. 13:00 mætir Bergrún Íris rithöfundur og les upp úr glænýrri bók sinni Langelstur í Leynifélaginu.

Eftir upplesturinn verða svo dregnir út vinningar í lokahappdrætti sumarsins.

EKKI GLEYMA LESTRARDAGBÓKINNI!!!!

Minnum á Fjölskylduhátíð Hafnarfjarðar á Thorsplani en sú hátíð stendur til kl. 17:00. Hvetjum alla til þess að líta þar við eftir Uppskeruhátíðina.