Back to All Events

Fyrirtækjahittingur MsH - Stafræn umbreyting – hvað, hvernig og hvað svo?

Stafræn umbreyting – hvað, hvernig og hvað svo?

Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning : „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum
forsendum.  Guðrún Ragnarsdóttir frá Strategíu mun fjalla um þetta þarfa málefni.

Fyrirtækjahittingur Markaðsstofu Hafnarfjarðar þar sem fyrirtækin í Hafnarfirði koma saman, mingla og fræðast. Verður í Hafnarborg 20. september kl.12.00 -13.00. Allir velkomnir það er frítt fyrir aðildarfélög MsH aðrir greiða kr.2500, léttur hádegisverður innifalinn.