Back to All Events

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019 og úthlutun menningarstyrkja - Hafnarborg

Sannkölluð menningarhátíð verður í Hafnarborg á Björtum dögum síðasta vetrardag. Tilkynnt verður hvaða Hafnfirðingur hlýtur nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2019 og menningarstyrkir afhentir.

Athöfnin er öllum opin og hefst kl. 17 í Aðalsal Hafnarborgar. Viðtakendur menningarstyrkja eru einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkjum menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar er nú úthlutað tvisvar á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar menningarlíf bæjarins.

Tónlistarmenn úr hópi styrkhafa flytja tónlist við athöfnina og að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.