Back to All Events

Námskeið - Íblöndunarefnin - Soffía vinnustofa Fornubúðum

Íblöndunarefnin

Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Staður: Fornubúðir 8, 220 Hafnarfjörður

Hvað: Yfirgripsmikið hnitmiðað námskeið þar sem farið er í ýmsa þætti olíumálunar og uppbyggingu málverka með áherslu á efnisnotkun, sérstaklega vax(coldwax) en einnig hvaða efni á að nota til að ná dýpt og lífga upp á málverk. Skoðað hvernig listamenn nýta sér vax og önnur efni í uppbyggingu málverka og hvaða leiðir eru færar í því samhengi. Kennsla fer fram í fyrirlestra og sýnikennsluformi og áhersla á að sýna verk, skoða bækur og listamenn sem nýta sér íblöndunarefnin.

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa verið að mála og langar að bæta við sig þekkingu eða vilja bara sækja sér innblástur.

4 klst.
Kaffi, te og létt hressing innifalin.
Verð: 15.000

Earlier Event: May 3
Dimma í Bæjarbíói
Later Event: May 9
Svavar Knútur í Bæjarbíói