Back to All Events

Sunnan vindur baby! Soffía vinnustofa Fornubúðum

Á Björtum dögum í ár mun ég setja upp sýninguna "Sunnan vindur baby!!"á vinnustofu minni og velja saman verk sem höfða til suðrænna slóða með hlýjum litum og landslagi. Verkin gefa jafnframt til kynna nýjan veruleika og hugsanaferli með hnattrænni hlýnun jarðar og ég fylli vinnustofuna af plöntum; pálmum, burknum, liljum og skapa suðræna stemmningu.

Manni beinlínis hlýnar því um hjartarætur á viðburðinum “Gakktu í bæinn” föstudaginn 26. apríl kl.18-21. Opið verður á báðum hæðum á vinnustofu listamanns og hægt að skyggnast inn í vinnuferlið. Boðið verður upp á trópí og suðræna niðurskorna ávexti. Klukkan 20 tökum við lagið og syngjum nokkra suðræna slagara

Sýningin opnar á Sumardaginn fyrsta klukkan 14-17 og boðið verður upp á Sólskinsköku, Góu karamellur, kaffi og trópí í tilefni dagsins. Föstudaginn 26. apríl er viðburðurinn “Gakktu í bæinn” frá 18-21 þar sem listamenn og stofnanir í bænum bjóða í bæinn. Sýningin stendur einungis þessa daga en opið verður eins og venjulega eftir samkomulagi á vinnustofunni.