Back to All Events

Markaðsstofan kynnir námskeið um þjónustuhönnun

Markaðsstofa Hafnarfjarðar kynnir - Námskeið um þjónustuhönnun - Allir velkomnir. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái þau tól í hendur til að geta betur sett sig í fótspor sinna viðskiptavina og geti tekið þá þjónustu sem þau eru nú þegar að veita og lyft henni upp á næsta plan.
Skipulag námskeiðsins er þannig að fyrsta hálftímann förum við yfir við hvað eru persónur (personas) og hvað eru notendaferlar (journey maps). Eftir það verður námskeiðið verklegt í hópum.

Boðið verður upp á tvær tímasetningar svo sem flest fyrirtæki hafi tök á því að nýta sér námskeiðið 17. september kl. 13:00 - 16:00 eða 19. september kl. 09:00 - 12:00. Aðildarfélög Markaðsstofunnar fá frítt en aðrir greiða kr. 5000. Nú býðst fyrirtækjum sem vilja slást í hóp 90 aðildarfyrirtækja MsH að láta námskeiðsgjaldið ganga upp í árgjaldið.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM HVAÐ ÞÚ LÆRIR Á NÁMSKEIÐINU:

  • Að skilgreina hverjir eru þínir aðalviðskiptavinir

  • Að skilja hvernig þú getur náð betur til þeirra

  • Að kortleggja í hvaða samhengi þjónustan þín býr

  • Að skilja hvaða áhrifa það hefur á hana

Námskeiðið er fyrir:

  • Þau sem stýra þjónustu eða vöruframboði fyrirtækja

  • Þau sem hafa áhuga á að skilja í hverju þjónustuhönnun felst (service design)

  • Þau sem hafa áhuga á að skerpa og auka þá þjónustu sem þau nú þegar bjóða

  • Þau sem hafa áhuga á að skilja hvernig vörur þeirra nýtast viðskiptavinum

Farið í grunnstoðir þjónustuhönnunar.

Rætt verður hvað persónur (personas) og notandaferlar (journey maps) eru og hvernig þau hjálpa við að draga upp mynd af þjónustu eða vöru. Farið verður yfir hvernig þau eru unnin og þátttakendur fá að spreyta sig á því að vinna notendaferil.

Þátttakendur ræða hvað eru lykilviðskiptavinir og læra hvernig þeir geta sett sig í spor þeirra persóna.

Þátttakendur skilgreina notendaferil út frá gefnu dæmi (fáist næg þátttaka frá einu fyrirtæki til að mynda hóp, má alveg skoða að leyfa þeim hóp að vinna sitt eigið dæmi áfram. Hafið samband við skipuleggjanda upp á hvað hópurinn þyrfti að undirbúa til að gera það).