Back to All Events

Einyrkjakaffi MsH - Súfistanum

Gaman saman!

Það eru margir vinnustaðir hér í Hafnarfirði sem telja ekki marga starfsmenn og sumir einungis einn.

Maður er manns gaman og því ætlar Markaðsstofan að halda áfram með kaffihúsahittinga fyrir einyrkja og fyrirtæki sem telja færri en fimm.

Einyrkjakaffi er opið öllum og er kjörin leið til að styrkja tengslanetið og hafa gaman saman.

Einyrkjakaffið verður á Súfistanum, 2.hæð, kl.09:00-10:00.