Flúrlampar - Lampar.is
Fjölskyldufyrirtækið Flúrlampar á Reykjavíkurveginum selur ekki einungis ljós, lampa, perur og íhluti tengda ljósum heldur smíða þau einnig ljós og lampa, gera við og eru mjög öflug í að LED-væða eldri lampa sem og setja upp ljósastýringar.
Saga Natura
Á Suðurhellu býr heimsmeistari. Hér er um að ræða hafnfirskan þörung sem er heimsmeistari í framleiðslu á Astaxanthin sem er eitt öflugasta andoxunarefni sem fyrirfinnst í náttúrunni. Þörungurinn er í eigu SagaNatura.
Prentun.is
Í bakhúsi á Bæjarhrauni 22 er eina starfandi prentsmiðjan í Hafnarfirði og þar er hægt að láta prenta allt sem hugurinn girnist, stórt sem smátt.
Fjörukráin
Freyjuhof, Tunna, Ísbjörn, Súð, Fjörugarður og Valhöll heita salirnir sex á Fjörukránni þar sem hægt er að fá kjötsúpu og svið en einnig flatbökur og hamborgara og tilvalið fyrir fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaði til að heimsækja og upplifa víkingastemmningu.
H-Berg
Uppi á Holti er vikulega meira en tonn af hnetusmjöri framleitt, möndlur ristaðar aðrar hjúpaðar pipar sem og ýmislegt annað bragðgott búið til og pakkað inn hjá fyrirtækinu H-Berg.
Við mæltum okkur mót við eigandann Halldór Berg Jónsson og fengum að kynnast fyrirtækinu sem og smakka smá af nýjustu vörunni.
Súfistinn
Fyrirtæki vikunnar er Súfistinn, kaffihúsið á Strandgötunni sem líklega allir Hafnfirðingar þekkja og mjög margir elska. Fastagestirnir eru margir og hafa verið alla tíð, sumir koma jafnvel tvisvar eða þrisvar á dag. Fyrst er það morgunkaffið, síðan einn bolli eftir vinnu og um kvöldið jafnvel samverustund með vinum.
Fyrirtæki vikunnar
Vikulega ætlum við því að draga út eitt fyrirtæki, fara að heimsækja það, taka myndir og skrifa grein í kjölfarið.