Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Burkni

Blómabúðina Burkna þekkja líklega flestir Hafnfirðingar og margir sem eiga ljúfar minningar tengdri búðinni en hún hefur verið starfandi frá árinu 1962 og alltaf í eigu sömu fjölskyldunnar.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Flúrlampar - Lampar.is

Fjölskyldufyrirtækið Flúrlampar á Reykjavíkurveginum selur ekki einungis ljós, lampa, perur og íhluti tengda ljósum heldur smíða þau einnig ljós og lampa, gera við og eru mjög öflug í að LED-væða eldri lampa sem og setja upp ljósastýringar.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Saga Natura

Á Suðurhellu býr heimsmeistari. Hér er um að ræða hafnfirskan þörung sem er heimsmeistari í framleiðslu á Astaxanthin sem er eitt öflugasta andoxunarefni sem fyrirfinnst í náttúrunni. Þörungurinn er í eigu SagaNatura.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Prentun.is

Í bakhúsi á Bæjarhrauni 22 er eina starfandi prentsmiðjan í Hafnarfirði og þar er hægt að láta prenta allt sem hugurinn girnist, stórt sem smátt.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

JAK

Rafsuðuvélar, rafsuðuvírar, plasmaskurðarvélar, loftpressur og rafsuðuhjálmar eru meðal þess sem finna má hjá JAK á Dalshrauninu.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Íshestar

Perla í upplandi Hafnarfjarðar er fyrirtækið Íshestar þar sem hægt er að fara í reiðtúr, sækja reiðnámskeið, taka hest í fóstur, fara með starfsmenn í hvataferð nú eða halda barnaafmæli, fermingu eða brúðkaup

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fjörukráin

Freyjuhof, Tunna, Ísbjörn, Súð, Fjörugarður og Valhöll heita salirnir sex á Fjörukránni þar sem hægt er að fá kjötsúpu og svið en einnig flatbökur og hamborgara og tilvalið fyrir fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaði til að heimsækja og upplifa víkingastemmningu.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

H-Berg

Uppi á Holti er vikulega meira en tonn af hnetusmjöri framleitt, möndlur ristaðar aðrar hjúpaðar pipar sem og ýmislegt annað bragðgott búið til og pakkað inn hjá fyrirtækinu H-Berg.

Við mæltum okkur mót við eigandann Halldór Berg Jónsson og fengum að kynnast fyrirtækinu sem og smakka smá af nýjustu vörunni.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Amarayoga

Amarayoga er lítil og persónuleg jógastöð í hjarta Hafnarfjarðar þar sem hægt er að sækja mjúkt morgunyoga, hádegisyoga, síðdegisyoga, kvöldtíma sem og jógakennaranám.

Við ákváðum að fá að prófa einn tíma og spjalla við Ástu Maríu eiganda stöðvarinnar í kjölfarið.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Súfistinn

Fyrirtæki vikunnar er Súfistinn, kaffihúsið á Strandgötunni sem líklega allir Hafnfirðingar þekkja og mjög margir elska. Fastagestirnir eru margir og hafa verið alla tíð, sumir koma jafnvel tvisvar eða þrisvar á dag. Fyrst er það morgunkaffið, síðan einn bolli eftir vinnu og um kvöldið jafnvel samverustund með vinum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtæki vikunnar

Vikulega ætlum við því að draga út eitt fyrirtæki, fara að heimsækja það, taka myndir og skrifa grein í kjölfarið.

Read More