
VIÐBURÐIR - DAGSKRÁ

Event Five
It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

Sumarkokteill á Sól
Sumarkokteill á Sól
Miðvikudaginn 28. maí | kl.17:00-19:00
Við ætlum að kveðja veturinn og bjóða sumarið velkomið saman í æðislegu umhverfi sem Sól veitingastaður hefur upp á að bjóða. Sól er veitingastaður sem staðsettur er inn í lifandi gróðurhúsi, þar sem gestir borða yfir gróskumiklu og blómlegri uppskeru.
Gestir fá því að njóta útsýnis yfir gróðurhúsið þar sem ræktað er salat, tómatar, gúrka og matjurtir fyrir eldhúsið og barinn. Ásamt því að litið er inn í fagurt lónið, svo það er dásamlegt útsýni hvert sem litið er.
Sól leggur metnað sinn í að nota ferskasta hráefnið sem völ er á, þar á meðal grænmeti úr eigin framleiðslu sem gefur gestum beina tengingu við gróðurhúsið.
Hönnun Sól er einstök þar sambland af grænum jurtum, náttúrustein og lifandi viður spila stærstan þátt og býr til náttúrlegt og afslappað andrúmsloft.
Hlökkum til að skála við ykkur í sumarskapi

Þekkingardagur Hafnarfjarðar
Markmiðið með þekkingardeginum er að kynna þau fjölmörgu frábæru fyrirtæki sem starfa í Hafnarfirði.
Dagskráin er fjölbreytt og við hvetjum ykkur til að heimsækja þessi frábæru fyrirtæki og kynna ykkur það
sem þau hafa uppá að bjóða.
*Dagskráin er ekki endanleg og mun eitthvað bætast inn í vikunni

Aðalfundur
It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

Fyrirtæki ársins
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði 2025
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið miðvikudaginn 26. mars næstkomandi við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum. Það verður boðið upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og verða gestir leystir út með veglegum gjafapoka.
Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa skarað framúr, vakið eftirtekt fyrir störf sín eða lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dagskrá
18:00 - Húsið opnar & fordrykkur
18:30 - Fyrirtæki ársins valið
19:00 - Léttar veitingar
19:10 - Skemmtiatriði
20:00 - Viðburði lýkur
Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið
Hvar og hvenær
Miðvikudaginn 26.mars kl. 18:00 – 20:00 í Hafnarborg
Skráningarfrestur til og með 25. mars
Tilnefningar
Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem tilnefnd eru sem fyrirtæki ársins:
- Nándin
- Ísfell
- Bæjarbíó
- Fjörukráin
- Gulli Arnar
Hlökkum til að sjá sem flest, öll velkomin