
VIÐBURÐIR - DAGSKRÁ

Hvernig er best að fá ólíkar kynslóðir til að vinna saman?
Vinnustofa með Önnu Steinsen
Samskipti milli
ólikra kynslóða
Miðvikudaginn 15. október | kl.09:00 - 10:30
Skemmtilegur fyrirlestur sem fjallar um samskipti milli kynslóða og árangursríkar leiðir til að skilja og bera virðingu fyrir yngri og eldri kynslóðum.
Hvað er líkt og ólíkt með okkar kynslóð og þeirra sem við störfum með?
Fyrirlestur sem fjallar almennt um samskipti og hjálpar starfsfólki á vinnustöðum að skilja hvernig hver kynslóð nálgast hlutina á ólíkan og misjafnan hátt.
Skilningur á kynslóðabili eflir starfsanda og góða vinnustaðamenningu.
Fyrirlesari er Anna Steinsen sem nálgast efnistökin á skemmtilegan og jákvæðan hátt, með húmorinn að leiðarljósi.

Hiti og sviti í Herjólfsgufunni
Hiti & sviti i Herjolfsgufunni
Hiti & sviti í
Herjólfsgufunni
Þriðjudaginn 4. nóvember | kl.17:30 - 18:30
Saunagusur hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi en eiga sér lengri sögu í mörgum af nágrannaríkjum okkar. Við ætlum að eiga töfrandi stund saman í hitanum og kæla á milli með því að dýfa okkur í sjóinn. Gufuhópurinn Herjólfsgufan býður aðildarfélögum að prófa sánu við Langeyrarmalir. Einstök upplifun sem þú vilt ekki missa af. Skráðu þig núna því um takmarkað sætapláss er að ræða.

VAXA - Hvernig höldum við áfram að vaxa
Hvernig höldum við afram að
VAXA
Fimmtudaginn 13. nóvember | kl.12:00 - 16:00
Öll fyrirtæki vilja vaxa – en hvernig vitum við hvert er næsta skref? Sum standa á tímamótum, önnur vilja sækja á nýja markaði eða auka markaðshlutdeild, og mörg velta fyrir sér hvernig hægt sé að nýta nýja tækni, hugmyndir eða starfsfólk til að skapa raunverulegan vöxt.
Á ráðstefnunni skoðum við vöxt í víðu samhengi:
Hvernig tökum við ákvarðanir sem leiða til stöðugrar þróunar?
Hvernig nýta fyrirtæki breytingar í umhverfinu sem tækifæri?
Hvernig getur nýsköpun, gervigreind og vellíðan starfsmanna skilað vexti og árangri?
Komdu og fáðu innblástur, verkfæri og nýjar hugmyndir sem hjálpa þér og þínu fyrirtæki að finna leiðina áfram.
Taktu daginn frá! - Nánari dagskrá kynnt á næstu dögum.

Jólagleði Markaðsstofunnar
JÓLAGLEÐI
Markaðsstofunnar
Miðvikudagurinn 10. desember | kl.18:00 - 21:00
Við bjóðum til okkar árlegu jólagleði þriðjudaginn 10. desember á Betri stofunni. Þar sameinumst við í hátíðlegu andrúmslofti, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og eigum notalega samveru áður en jólin ganga í garð.
Komdu og njóttu stundarinnar með okkur

Októberfest
Matur & mjöður
Oktoberfest
Fimmtudaginn 2. október | kl.19:00 - 22:00
Það er fjörugt kvöld framundan á Fjörukránni. Októberfest Markaðsstofunnar í samstarfi við Fjörukránna. Þar verður hægt að gæða sér á Þýsku ljúfmeti, Löwenbräu, kinnhestur, októberfest matseðill og allt það góða sem Októberfest hefur upp á að bjóða. Óttar Ingólfs og Sigfús Ómar halda uppi fjörinu.

Jólabærinn Hafnarfjörður
Undirbúnings- & upplýsingafundur
JÓLABÆRINN
HAFNARFJÖRÐUR
Föstudaginn 26. september | kl.09:00 - 10:30
Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla sem laðar að sér fjölda gesta. Hafnarfjarðarbær hefur umsjón með Jólaþorpinu og ætlum við því að efna til fundar með Valdimar bæjarstjóra og Sunnu verkefnastjóra menningar- og ferðamála. Þar gefst okkur tækifæri til að eiga samtal um undirbúning og fara yfir allt það helsta.
Við hvetjum öll fyrirtæki til að mæta og þá sérstaklega fyrirtæki í miðbænum.

Heimsækjum smekklegasta kaffibar landins
Heimsækjum smekklegasta kaffibar bæjarins
BARBARA
KAFFIBAR
Þriðjudaginn 9. september | kl.17:30 - 19:00
Við vonum að þið séuð að koma vel undan sumri. Markaðsstofan ætlar að byrja haustið með krafti, eftir frábært sumar og kynna það sem framundan er, en haustið er fullt af spennandi dagskrá.
Við hefjum haustið á heimsókn til nýliðanna á Barböru kaffibar, sem er einn smekklegasti kaffibar landsins í hjarta Hafnarfjarðar. Kaffibarinn er staðsettur í elsta húsi bæjarins, þar sem Súfustinn tók á móti gestum í mörg ár. Þar ætlum við að fá að hitta eigendur Barböru og heyra um vegferðina sem hafa farið í til að glæða þessu sögufræga húsi nýju lífi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Athugið að þar sem um takmarkaðan gestafjölda er að ræða þá biðjum við ykkur um að skrá ykkur hér að neðan.

Sumarkokteill á Sól
Sumarkokteill á Sól
Miðvikudaginn 28. maí | kl.17:00-19:00
Við ætlum að kveðja veturinn og bjóða sumarið velkomið saman í æðislegu umhverfi sem Sól veitingastaður hefur upp á að bjóða. Sól er veitingastaður sem staðsettur er inn í lifandi gróðurhúsi, þar sem gestir borða yfir gróskumiklu og blómlegri uppskeru.
Gestir fá því að njóta útsýnis yfir gróðurhúsið þar sem ræktað er salat, tómatar, gúrka og matjurtir fyrir eldhúsið og barinn. Ásamt því að litið er inn í fagurt lónið, svo það er dásamlegt útsýni hvert sem litið er.
Sól leggur metnað sinn í að nota ferskasta hráefnið sem völ er á, þar á meðal grænmeti úr eigin framleiðslu sem gefur gestum beina tengingu við gróðurhúsið.
Hönnun Sól er einstök þar sambland af grænum jurtum, náttúrustein og lifandi viður spila stærstan þátt og býr til náttúrlegt og afslappað andrúmsloft.
Hlökkum til að skála við ykkur í sumarskapi

Þekkingardagur Hafnarfjarðar
Markmiðið með þekkingardeginum er að kynna þau fjölmörgu frábæru fyrirtæki sem starfa í Hafnarfirði.
Dagskráin er fjölbreytt og við hvetjum ykkur til að heimsækja þessi frábæru fyrirtæki og kynna ykkur það
sem þau hafa uppá að bjóða.
*Dagskráin er ekki endanleg og mun eitthvað bætast inn í vikunni

Aðalfundur
It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

Fyrirtæki ársins
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði 2025
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið miðvikudaginn 26. mars næstkomandi við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum. Það verður boðið upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og verða gestir leystir út með veglegum gjafapoka.
Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa skarað framúr, vakið eftirtekt fyrir störf sín eða lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dagskrá
18:00 - Húsið opnar & fordrykkur
18:30 - Fyrirtæki ársins valið
19:00 - Léttar veitingar
19:10 - Skemmtiatriði
20:00 - Viðburði lýkur
Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið
Hvar og hvenær
Miðvikudaginn 26.mars kl. 18:00 – 20:00 í Hafnarborg
Skráningarfrestur til og með 25. mars
Tilnefningar
Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem tilnefnd eru sem fyrirtæki ársins:
- Nándin
- Ísfell
- Bæjarbíó
- Fjörukráin
- Gulli Arnar
Hlökkum til að sjá sem flest, öll velkomin