Tilgangur stofunnar er að efla samstarf atvinnulífs, bæjarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Hafnarfjarðar, í þeim tilgangi að bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu eða atvinnustarfsemi á svæðinu.


Markmiðið:

  • Auðga mannlíf og styðja við og efla atvinnuþróun í bænum.
  • Skapa samráðsvettvang fyrir fyrirtækin.
  • Byggja upp tengslanet fyrirtækja og efla samstarf þeirra.
  • Samstarf við félög og stofnanir.
  • Starfa að ferða- og markaðssmálum.
  • Bæta og viðhalda góðri ímynd Hafnarfjarðar.
  • Vinna að uppbyggingu á vörumerkinu Hafnarfjörður.
  • Stuðla að markaðsrannsóknum.
  • Aðstoð og þátttaka í skipulagningu viðburða.