Umferðaröryggi við Bæjartorg og Norðurbakka 1

Markaðsstofan hefur sent skipulags- og byggingaráði, með afriti til bæjarstjóra og bæjarstjórnar, eftirfarandi erindi. 

Efni:  Umferðaröryggi við Bæjartorg og Norðurbakka 1.

Sívaxandi og fjölbreytt starfsemi í verslun og þjónustu á Norðurbakka 1 hefur um þó nokkuð skeið og misseri kallað á endurskoðun á umferðaröryggi,  bæði gang- og hjólreiðafólks sem og bílaumferð.

Nú er svo komið að þeir sem stunda sín viðskipti á þessu svæði telja að það sé einungis tímaspursmál hvenær þarna verið stórslys á fólki.

MsH telur að aðgerðir í umferðaröryggi á svæðinu sé algert forgangsverkefni og hvetur Hafnarfjarðarbæ til að taka á þessum málum og gera bragarbót á nú þegar.