Erum við að leita að þér!

Á aðalfundi MsH 18. maí n.k. verður kosið um sæti fjögurra stjórnarmanna. Varamenn teljast þeir sem næstir eru inn á grundvelli atkvæðafjölda. Rétt er að geta þess að í tillögum að breytingum á samþykktum MsH er lagt til að fjölga varamönnum úr einum í tvo. Samkvæmt samþykktum MsH hafa aðeins þeir sem greitt hafa árgjald að stofunni fyrir árið 2017, kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs á aðalfundi. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi. Hvetjum alla áhugasama félaga til að gefa kost á sér í stjórn MsH. Rétt er að taka fram að ekki er greitt fyrir stjórnarsetu. Hægt er að bjóða sig fram á fundinum eða senda póst á asa@msh.is.