Tilnefningar farnar að berast

Þetta er í annað sinn sem Markaðsstofa Hafnarfjarðar veitir Hvatningarverðlaun MsH. Í fyrra var það Íshús Hafnarfjarðar sem hlaut verðlaunin en auk þess fengu Annríki – þjóðbúningar og skart og VON mathús & bar viðurkenningu.

Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, félag eða einstakling fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Það eru aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar sem tilnefna en stjórn Markaðsstofunnar vinnur úr tilnefningum. Hvatningarverðlaun MsH verða svo veitt við hátíðlega athöfn síðar í mánuðinum.