Stjórnarkjör

Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn næsta þriðjudag, 29. maí, verður kosið um fjóra aðalmenn í stjórn, fimmti maður inn telst réttkjörinn varamaður. Það eru aðildarfyrirtæki MsH sem velja fulltrúa atvinnulífsins í stjórnina.

Vert er að taka fram að ekki er greitt fyrir stjórnarsetu. Kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2018, skv. 1. mgr. samþykkta/skipulagsskrá. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar einnig er hægt að bjóða sig fram á aðalfundinum:

  • ANNA MARÍA KARLSDÓTTIR ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR
Anna María.JPG

Ég heiti Anna María Karlsdóttir og er mannfræðingur að mennt og starfrækir fyrirtækið Íshús Hafnarfjarðar í gamla frystihúsinu við smábátahöfnina með manni sínum, Ólafi Gunnari Sverrissyni. Íshús Hafnarfjarðar er samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Íshúsið er einn stofnaðila Markaðsstofunnar og stoltur handhafi fyrstu Hvatningarverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ég gefur kost á mér í stjórn þar sem ég hefur brennandi áhuga á samvinnu og samstarfi almennt, manna og fyrirtækja á milli.

 

 

  • BALDUR ÓLAFSSON KEYNATURA OG SAGAMEDICA
Baldur.png

Ég heiti Baldur Ólafsson og býð mig fram I stjórn MsH. Ég er með háskólamenntun á sviði alþjóðaviðskipta-, markaðs- og hagfræði. Hef fjölbreytta reynslu af ráðgjöf og verkefnastjórnun á borð við viðburði, viðskiptaþróun og markaðsstjórnun. Stjórna sölu- og markaðsstarfi KeyNatura og SagaMedica í dag. Fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu náttúruvara úr íslenskum hráefnum til heilsubótar. Stofnaði áður ferðaskrifstofuna KILROY á Íslandi og kom einnig upp fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í innflutningi á fiski frá Íslandi í heild- og smásölu. Hef einnig víðtæka reynslu af stjórnarstörfum bæði sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs og Formaður SÍNE.

  • LINDA HILMARSDÓTTIR HRESS
Linda.jpgÉg heiti Linda Hilmarsdóttir og býð mig fram í stjórn MsH. Ég hef starfað með markaðsstofunni frá upphafi og sem formaður sl. ár. Hafnarfjörður er í gríðarlegri sókn og gaman að sjá gömul og ný fyrirtækin dafna í bænum. Ég tel Markaðsstofuna nauðsynlegan málsvara fyrirtækjanna í bænum. Ég hef rekið fyrirtæki mitt Hress í bænum síðan 1992 og geri mér vel grein fyrir nauðsyn stofunnar. Ég vil fylgja Markaðsstefnumótun Hafnarfjarðar vel úr hlaði enda erum við rétt að byrja á því að rífa gamla fjörðinn upp í hæstu hæðir.

 

 

 

  • SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR LITLU HÖNNUNAR BÚÐINNI
Sigga Magga.jpg

Sigríður Margrét Jónsdóttir heiti ég og á og rek Litlu Hönnunar Búðina sem er staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. Ég hef setið í stjórn MSH í 1 ár, og hef mikinn áhuga á að halda áfram að starfa þar, mörg krefjandi verkefni eru framundan bæði þau sem við höfum verið að vinna í og einnig ný og spennandi verkefni sem ég veit að bíða okkar, "markaðsstefnumótunar verkefnið " er ótrúlega spennandi verkefni sem verður gaman fyrir MSH að vinna að og okkur sem aðilar að MSH að taka þátt í. Ég vil leggja í vinnu við að setja starfsreglur stjórnar, skipuleggja vinnuna okkar fyrir næsta starfsár, og "brainstorma" og sækja á ný mið. Ég sit í stjórn Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar, einnig hef ég setið í stjórn deildar innan Hundaræktarfélags Íslands í 10 ár. Ég er þakklát fyrir það að hafa verið kosin inn á seinasta aðalfundi, tek starfi mínu alvarlega og þeirri ábyrgð sem því fylgir og því hef ég áhuga á að bjóða mig áfram til starfa því ég trúi á MSH og hvað við höfum fram að bjóða, þetta er búin að vera skemmtileg og lærdómsrík reynsla.

  • VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR VENSL EHF.
Vally.jpg

Ég heiti Valgerður Halldórsdóttir og rek fyrirtækið Vensl ehf.  Kjörorð fyrirtækisins eru Vellíðan, öryggi og persónuleg þjónusta. Þjónustan fyrirtækisins er á sviði   einstaklings-, para og fjölskylduráðgjafar, sáttamiðlunar og handleiðslu.  Jafnframt að veita fræðslu og ráðgjöf fyrir stofnanir, fagfólk, fyrirtæki m.a. varðandi bætt vinnuumhverfi, einelti og hvernig megi samhæfa betur einkalíf og starf. Ég hef BA í stjórnmálafræði. kennslu- og uppeldisfræði, starfsréttindi í félagsráðgjöf og meistarapróf  í félagráðgjöf. Jafnframt hef ég stundað nám í blaða- og fréttamennsku og sáttamiðlun.

 

  •  
  • ÞÓR BÆRING ÓLAFSSON GAMAN FERÐUM
Þór Bæring.jpg

Ég heiti Þór Bæring Ólafsson er framkvæmdastjóri Gaman Ferða. Ég stofnaði Gaman Ferðir með Braga, félaga mínum, árið 2012. Fyrstu árin vorum við bara tveir en núna starfa 16 starfsmenn hjá fyrirtækinu og er að stækka ansi hratt. Ég hef mikinn áhuga á því að auka samvinnu fyrirtækja í Hafnarfirði. Það er einmitt það sem ég hef reynt að gera síðustu tvö ár sem ég hef starfað í Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ég vil endilega halda þeirri vinnu áfram.