Sterkari saman - eflum tengslin og samvinnuna.

Eitt af verkefnum Markaðsstofunnar er að styðja við, efla og tengja saman fyrirtækin í bænum og vekja athygli á þeirri þjónustu og starfsemi sem fyrirtækin bjóða upp á. Sem lið í því erum við að safna saman upplýsingum um starfsemi allra fyrirtækja í Hafnarfirði.

Því værum við þakklát ef fyrirtækjaeigendur og rekstraraðilar í bænum gætu gefið sér örfáar mínútur til að segja okkur frá sínu fyrirtæki og starfsemi þess. Hvernig best væri að koma upplýsingum, fundarboðum ofl. til þeirra með því að svara örfáum spurningum hér fyrir neðan.