VSB verkfræðistofa
Verkfræðistofan VSB á Bæjarhrauninu er rótgróið hafnfirskt fyrirtæki sem hefur komið að mörgum verkum í gegnum tíðina, bæði í Hafnarfirði sem og víða um land og einnig utan landsteinanna.
Við hittum Hjört Sigurðsson, framkvæmdastjóra VSB til að kynnast rekstrinum.
Lóðalausnir
Hellulagnir, hleðsla, jarðvinna, útplöntun, þökulagningar, trjáklippingar, trjáfellingar, beðahreinsun og garðsláttur eru meðal verka sem garðyrkjufyrirtækið Lóðalausnir sinnir.
Við hittum Ragnar Stein Guðmundsson, skrúðgarðyrkjumeistara og eiganda Lóðalausna til að kynnast rekstrinum.
Atlantsolía
Atlantsolía, litla olíufélagið sem hleypir reglulega lífi í samkeppni á olíumarkaðnum, er með aðsetur á Lónsbrautinni.
Við hittum Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra til að kynnast fyrirtækinu.
Kvennastyrkur
Líkamsræktarstöðin Kvennastyrkur á Strandgötunni leggur áherslu á meðgöngu- og mömmutíma ásamt almennri styrktar- og þolþjálfun og þaðan koma konur víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu.
Við hittum Sigrúnu Maríu Hákonardóttur, framkvæmdastjóra, þjálfara og eiganda Kvennastyrks til að kynnast starfseminni.
Gatsby
Fyrir rúmum tveimur árum opnaði afar fögur verslun á horninu á Strandgötu 49, þar sem áður var Einarsbúð. Í staðin fyrir nýlenduvörur má þar nú finna litríka og fallega kjóla, hatta, sixpensara, skartgripi og ýmsar fallegar gjafavörur.
Við hittum Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem á og rekur Gatsby ásamt eiginmanni sínum Ármanni Sigurðssyni.
Dyr ehf.
Í Setberginu er skrifstofa Dyra ehf., ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar bæði fyrirtæki og einstaklinga í ýmsum málum tengdum fasteignum og fjármálum. Eigandinn Ingvar Guðmundsson á einnig gamla Drafnarhúsið við Strandgötu 75 og hlaut viðurkenningu á hvatningarverðlaunahátíð markaðsstofunnar árið 2018 fyrir að hafa komið á blómlegri starfsemi í húsinu.
Við hittum Ingvar til að kynnast starfseminni.
Loforð brúðarverkstæði og verslun
Í einni af gömlu verbúðunum við Fornubúðir leynist Loforð, brúðarverslun og verkstæði þar sem brúðurin getur fundið allt sem tengist stóra deginum en þar er jafnframt hægt að finna gæða silkivörur og fleira fallegt.
Við hittum Ásdísi Gunnarsdóttur kjólameistara og eiganda Loforðs til að kynnast starfseminni.
NAS auglýsingastofa
Hönnun bæklinga, myndbandagerð, ljósmyndun og umsjón með samfélagsmiðlum er meðal verkefna sem NAS auglýsingastofa á Reykjavíkurveginum tekur að sér.
Við hittum tvo af eigendunum þá Kristján Daða, markaðsstjóra og hönnuðinn Daða Frey.
RAG Import Export
Lúxusrútur, tengivagnar, landbúnaðarvélar, kerrur, fjórhjól, snjóblásarar, rafmagnsbílar fyrir börn og infrarauðir gufuskálar eru meðal þess sem RAG Import Export á Hellnahrauni selur.
Við hittum Rafn Arnar Guðjónsson framkvæmdarstjóri til að kynnast fyrirtækinu.
Skali merking
Ef þig vantar filmu í útidyrahurð, eldhús eða sturtuklefa nú eða merkingar eða skilti fyrir fyrirtæki þá getur Skali merking séð um verkið.
Við hittum Þór Ólafsson prentsmið og eiganda Skala merkingar til að kynnast starfseminni.
Norðurbakkinn
Á gráum nóvembermorgni er afar notalegt að koma inn á Norðurbakkann þar sem ilmur af nýju bakkelsi, jazztónar og kertaljós taka á móti manni.
Við settumst niður með Málfríði Gylfadóttur Blöndal eiganda og kynntumst kaffihúsinu sem fagnaði fimm ára afmæli sínu í síðustu viku.
Urta Islandica – Matarbúðin Nándin
Á Austurgötu 47 varð fjölskyldufyrirtækið Urta Islandica til fyrir tíu árum og þar fer enn öll tilraunastarfsemi fyrirtækisins fram þó framleiðslan sé komin í annað húsnæði. Í sumar opnaði fjölskyldan einnig Matarbúðina Nándin í húsnæðinu – plastlausa matvöruverslun.
Rekstrarumsjón
Innheimta, tryggingar, þrif, garðsláttur, snjómokstur og aðalfundur eru hluti verkefna sem húsfélög í fjölbýlishúsum þurfa að annast. Hafnfirska fjölskyldufyrirtækið Rekstrarumsjón aðstoðar húsfélög við öll þessi verkefni og meira til.