Hver er þín hugmynd að nýtingu St. Jó?

Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum um framtíð húsnæðisins. Opnuð hefur verið netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum á framfæri við hópinn. Farið er með allar hugmyndir sem trúnaðarmál ef óskað er eftir því. Starfshópurinn mun vinna úr innsendum tillögum auk annarra hugmynda og skila niðurstöðum sínum til bæjarráðs eigi síðar en 15. október næstkomandi.

Nánar um húsið og skilmála er lúta að nýtingu þess:
Með kaupum á húsnæðinu skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samningsins við ríkið.

Hér er um að ræða fyrrum sjúkrahús á fjórum hæðum í nokkrum samföstum byggingum ásamt kapellu. Stærð hússins er 2.829 m² og er húsið byggt á árunum 1926, 1973 og 2006. Byggingin stendur á 4.467,2 m² eignarlóð sem skilgreind er sem lóð undir samfélagsþjónustu. Við kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Með almannaþjónustu er átt við starfsemi vegna félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða aðra sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu. Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig jafnframt til hefja rekstur í fasteigninni innan 3 ára frá undirritun samnings. Kaupverð er 100 milljónir króna og fer afhending á eign fram 15. ágúst 2017. 

*Starfshóp um framtíð St. Jósefsspítala skipa: Elvu Dögg Ásudóttur Kristindóttur, Sigríður Björk Jónsdóttir, Karl Guðmundsson, Guðrún Berta Daníelsdóttir formaður nefndarinnar og Sigríður Kristinsdóttir sviðstjóri stjórnsýslusviðs sem er verkefnisstjóri hópsins.