Velkomin á MsH.is!

Í vikudagatalinu segir "fimmtudagur til frægðar" og við trúum því fastlega og settum því nýja vefinn okkar í loftið í dag. Á vefnum er og verður að finna margvíslegar upplýsingar um það sem er að gerast í bænum á fréttasíðu og viðburðadagatali. Við verðum með fyrirtæki vikunnar þar sem við kynnum tvo fyrirtæki í hvert sinn við byrjum á Ásafl og Íshestum. Yfirlit yfir aðildarfélögin okkar sem nú eru alveg að detta í að telja 75. Upplýsingar um þau fjögur hverfafélög sem Markaðsstofan setti á stofn. Og svo verðum við með markaðstorg þar sem aðildarfyrirtækjum MsH gefst tækifæri á að birta ýmis tilboð sem þau eru að bjóða viðskiptavinum sínum. Upplýsingar um MsH og margt fleira.

Vefurinn verður lifandi og mun taka breytum og þróun eins og þurfa þykir. Munum nota næstu daga til að fínpússa vefinn aðeins til.

Vonum að þið hafið gagn og gaman af vefnum og endilega sendið okkur ábendingar um efni og efnistök hér.