Með aðild að Markaðsstofunni opnast tækifæri til að taka þátt í að efla og styrkja enn frekar það sem í bænum er og
nýta þau fjölmörgu sóknarfæri sem til staðar eru hér í Hafnarfirði til að gera innviðina og bæinn enn betri en hann var í gær.

Ávinningurinn af aðild að Markaðsstofunni er margvíslegur sem dæmi má

  • Aðildarfyrirtækin fá margvíslega aðstoð varðandi starfsemi sína og eins varðandi tengingar við önnur fyrirtæki í bænum.

  • Markaðsstofan veitir aðstoð og ráðgjöf í samskiptum við bæjaryfirvöld.

  • Aðildarfyrirtæki geta sótt fyrirtækjahittinga og fyrirlestra Markaðsstofunnar sér að kostnaðarlausu.

  • Aðildarfyrirtækin velja fulltrúa atvinnulífsins í stjórn Markaðsstofunar á aðalfundi.

  • Aðildarfyrirtækin setja mál á dagskrá sem þau vilja láta vinna að eða skoða.

  • Aðildarfyrirtækin standa að vali á þeim aðila, félagasamtökum eða fyrirtæki sem hlýtur Hvatningarverðlaun MsH.

  • Aðildarfyrirtækin eru auglýst á vef stofunnar og fá sent rafrænt fréttabréf MsH Fréttir einu sinni í mánuði.

  • Aðildarfyrirtækin geta sent inn tilboð sem þau eru með sem birt eru á síðunni og dreift á Facebook.


Aðildarfyrirtækin eru 90 og viljum við fjölga þeim enn frekar og hvetjum fyrirtæki sem ekki eru um borð að gerast aðilar og vera þannig hluti af heild sem byggir upp eftirsóknavert bæjarfélag.


AðildarfyrirtækiMsH09092019.png
2016-06-23 20.25.00.jpg
2016-10-14 11.02.13.jpg
Rimmugygur facebooksida.jpg
2016-07-09 12.45.31.jpg
 
IMG_1559.JPG
 
 
11013481_10153216699196919_5117317024394871564_n.jpg