Nýtt aðildarfyrirtæki Hárbeitt hárstofa

Nýtt aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar Hárbeitt hárstofa eigendur eru hjónin Árni Eiríkur Bergsteinsson og Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir. Á Hárbeitt starfa auk þeirra hjóna þau Ingólfur, Guðjón, Kristófer og Auður. 

Hárbeitt á sér tæplega 40 ára sögu hér í Hafnarfirði en hún var stofnuð árið 1979 þá að Reykjavíkuvegi 50 en þau hjónin keyptu stofuna árið 1990 og færðu sig í núverandi húsnæði að Reykjavíkurveg 68 í nóvember 1999.

Bjóðum Hárbeitt hárstofu velkomið um borð í Markaðsstofuna.