Við leitum eftir þátttöku þinni!

Fyrir hvað stendur Hafnarfjörður í þínum huga?

Taktu þátt í gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð. Stefnumótun og mörkun bæjarfélaga er yfirgrips mikið ferli sem krefst víðtæks samtals til að draga fram þá þætti sem einkenna viðfangsefnið, í þessu tilviki Hafnarfjörð, sem spennandi staðar til þess að búa á, starfa, reka fyrirtæki og heimsækja.  

Tekin hafa verið fjölmörg einstaklingsviðtöl, boðið upp á rýnihópa og rafræna íbúakönnun.

Hápunktur vinnunnar verður þann 10. nóvember þegar haldinn verður opinn vinnufundur íbúa í Flensborgarskóla sem allir Hafnfirðingar eru hvattir til að taka þátt í. Þar verða niðurstöður þeirra vinnu sem unnin hefur verið kynntar og þátttakendum gefið tækifæri til að koma sínum hugmyndum og sýn á framfæri. “Er þetta það sem þeim finnst bærinn sinn standa fyrir?”

Hvetjum Hafnfirðinga til að taka þátt í þessari vinnu því ykkar þátttaka skiptir öllu máli fyrir framgang verkefnisins.

Hér má nálgast Facebookviðburðinn um opna vinnufundinn með íbúum megið gjarnan hjálpa okkur og deila og bjóða.