Tökum eftir því sem vel er gert!

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í þriðja sinn við hátíðlega athöfn sem haldin var í Hafnarborg þann 31. janúar sl. Markaðsstofan hefur í starfi sínu lagt áherslu á að tekið sé eftir því og stutt sé við það sem vel er gert í bænum. Liður í því er veiting Hvatningarverðlauna MsH og viðurkenninga MsH.

Fulltrúar eiganda KRYDD þau Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Geirþrúður Guttormsdóttir

Fulltrúar eiganda KRYDD þau Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Geirþrúður Guttormsdóttir


Í ár hlaut KRYDD veitingahús Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir að hafa með starfsemi sinni og athöfnum gert Hafnarfjörð að betra samfélagi. KRYDD er nýr og glæsilegur veitingastaður sem opnaður var í Hafnarborg í maí sl.

Eigendur staðarins eru þrjú hafnfirsk pör þau:

Hilmar Þór Harðarson og Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Jón Tryggvason, og Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson.

Segja má að KRYDD hafi komið inn í hafnfirskt samfélag með látum. Það miklum að sá tíminn sem fara átti í að aðlaga starfsemina og komast hægt og rólega í gang var enginn þar sem gríðarleg áskókn hefur verið allt frá opnun.

Í röksemdum fyrir valinu sagði m.a.:

  • Frábær lyftistöng fyrir miðbæ Hafnarfjarðar!

  • Maður þarf ekki lengur að fara í bæinn fyrir fjör.

  • Eigendur hafa lagt mikið upp úr því að gestir upplifi skemmtilega kvöldstund í fallegu umhverfi ásamt því að borða góðan mat.

  • Frábær og öflug innkoma í veitinga- og skemmtanalíf bæjarins.

Auk Hvatningarverðlauna Markaðsstofunnar veitti Markaðsstofan þrjár viðurkenningar.

Jens Bjarnason stjórnarformaður tók við viðurkenningu TRU.

Jens Bjarnason stjórnarformaður tók við viðurkenningu TRU.


- TRU Flight Training Iceland en MsH telur mikil tækifæri vera til frekari vaxtar hjá fyrirtækinu sem opnar enn frekar á tækifæri fyrir aðra flugtengda starfsemi í Hafnarfirði.

TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair og sér um rekstur flugherma í þjálfunarsetri Icelandair á Flugvöllum á Völlunum.

TRU hóf starfsemi árið 2014 og segja má að starfsemin hafi vaxið hratt því nú rúmum 4 árum síðar eru flughermarnir orðnir þrír. Starfsmenn er 6.

Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum.

Á síðasta ári fóru þar fram um 3000 þjálfannir þarf af 700 fyrir erlend flugfélög, flugmenn sem komu gagngert til landsins til að sækja í þessa þjónustu.

Þjálfun er í gangi í um 18 klst á dag að meðaltali 360 daga á ári.

Þessi sérhæfða starfsemi höfðar þannig jafnt til innlends og erlends markaðar, og sýnir vel þá fjölbreyttu starfsemi sem hægt er að bjóða upp á á Völlunum miðja vegu (í mínútum talið) milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og miðborg Reykjavíkur, en hver fer þangað þegar þú hefur Hafnarfjörð.

Karel Ingvar Karelsson fékk viðurkenningu fyrir 60 ára starf í þágu Sjómannadagsins í Hafnarfirði.

Karel Ingvar Karelsson fékk viðurkenningu fyrir 60 ára starf í þágu Sjómannadagsins í Hafnarfirði.

Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, fyrir óeigingjarnt starf í 60 ár í þágu Sjómannadagsins í Hafnarfirði og þannig gert bæinn okkar enn betri og skemmtilegri.

Karel tók fyrst þátt í deginum árið 1958 þá sem unglingur í róðrarsveit en ekki leið á löngu þar til hann var farinn að undirbúna hátíðarhöldin. Af kostgæfni og með virðingu fyrir Sjómannadeginum hefur Karel passað upp á að þær hefðir sem einkenna Sjómannadaginn væri haldið í heiðri. Lagt áherslu á að sjómannsstarfið kynnt, þeirra minnst sem látist hafa í slysum á sjó og að aldnir sjómenn væru heiðraðir. Einnig hefur hann staðið fyrir ljósmyndasýningu á myndum af öllum þeim sem heiðraðir hafa verið á Sjómannadaginn í Hafnarfirði frá upphafi.

NÚ - Framsýn menntun á grunnskólastigi fyrir að að hugsa vel út fyrir kassann í starfsemi sinni og fyrir að fara ótroðnar og spennandi slóðir í nálgun sinni í kennslu á grunnskólastigi.

NÚ - framsýnn grunnskóli þau Sigríður Kristjánsdóttir og Gísli Rúnar Guðmundsson tóku við viðurkenningunni.

NÚ - framsýnn grunnskóli þau Sigríður Kristjánsdóttir og Gísli Rúnar Guðmundsson tóku við viðurkenningunni.

NÚ er sjálfstætt starfandi grunnskóli með áherslu á íþróttir og vendinám, fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Skólinn starfar eftir gildandi lögum og reglugerðum um grunnskóla og eftir aðalnámskrá grunnskóla.

NÚ hóf starfsemi sína í ágúst 2016, með 35 nemendur en í dag eru þeir 60 flestir Hafnafirðingar en einnig eru nemendur úr öðrum sveitarfélögum.

Skólinn miðar námið að einstaklingum en ekki einstaklinginn að náminu. Lögð er áhersla að byggja upp sjálfstæði og sjálfsöryggi í námi. Undibúa unglingana fyrir nútíma þjóðfélag með þeim tækjum sem talin eru sjálfsögð á vinnumarkaði í dag. Mikið er lagt upp úr persónuþroska, markmiðasetningu og að taka ábyrgð á eigin lífi. Markmiðasetning er kennd og þau fá markþjálfun hjá kennurunum sínum.

Sérkenni NÚ felast í:

- vendinámi sem býður upp á einstaklingsmiðað nám,

- lotu fyrirkomulagi,

- námshreyfingu og takmarkaðri kyrrsetu,

og því að skóladagurinn hefst í dagsbirtu.

Kennslurýmið er einnig einstakt nemendur þurfa ekki alltaf að sitja við borð allan daginn heldur mega hreyfa sig, standa eða nota jógadýnur. Rekstur Nú er í höndum fyrirtækisins Framsýn menntun ehf.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir frá viðburðinum með því að smella á myndina.