Fyrirtækjakönnun MsH - taktu þátt!

Markaðsstofan hvetur hafnfirsk fyrirtæki til að gefa sér örfáar mínútur til að svara Ánægjukönnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Þitt álit skiptir okkur miklu máli og það hjálpar okkur einnig við að skipuleggja vinnuna sem framundan er hjá Markaðsstofunni. Spurningarnar lúta að fyrirtækjarekstri í Hafnarfirði og starfsemi stofunnar. Rétt er að taka fram að fyllsta trúnaðar er gætt og að könnunin er ekki rekjanleg.

Hægt er að nálgasta könnunina hér svarhópurinn er fyrirtækin í Hafnarfirði.

Saman stuðlum við að vexti Markaðsstofunnar og því er ykkar innlegg afar mikilvægt.