Aðalfundur MsH

Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í Hafnarborg.


DAGSKRÁ:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  • Skýrsla stjórnar 2018-2019.

  • Ársreikningur 2018 (1).

  • Starfs- og fjárhagsáætlun 2019-2020.

  • Ákvörðun árgjalds.

  • Samþykktir MsH (2).

  • Kosning stjórnar.

  • Kosning skoðunarmanna reikninga.

  • Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð.

  • Önnur mál.

(1) Ársreikningur MsH liggur frammi til skoðunar á skrifstofu Markaðsstofunnar að Linnetstíg 3 (gott er að hringja á undan sér Ása s.820-8269).

(2) Tillaga stjórnar MsH um breytingar á 7. gr. samþykkta stofunnar, sjá neðst á síðu, hefur verið send stofnaðilum til afgreiðslu skv. 13. gr. samþykktanna (https://www.msh.is/samthykktir). Nái tillagan fram að ganga verða á aðalfundinum kosnir tveir stjórnarmenn og einn varamaður til tveggja ára og tveir stjórnarmenn til eins árs.

Kosning í stjórn:
Kosið verður um sæti fjögurra stjórnarmanna og eins varamanns og eru þeir sem fá flest greidd atkvæði í kosningu réttkjörnir í stjórn, sá aðili sem næstur er inn á grundvelli atkvæðafjölda telst rétt kjörinn varamaður. Nái breytingartillaga stjórnar MsH á samþykktunum fram að ganga verða á aðalfundinum kosnir tveir stjórnarmenn og einn varamaður til tveggja ára og tveir stjórnarmenn til eins árs.

Rétt er að árétta að samkvæmt samþykktum Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses hafa aðeins þeir sem greitt hafa árgjald að stofunni fyrir árið 2019 kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs á aðalfundi. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum til að bjóða fram krafta sína í stjórn Markaðsstofunnar – ef þú hefur áhuga þá sendu inn framboð hér.

Tillaga stjórnar MsH um breytingar á 7. gr. samþykkta Markaðsstofu Hafnarfjarðar:


Grein 7 hljóðar svo:

Stjórn:
7.gr.

Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses. skal skipuð sjö mönnum og tveimur varamönnum. Stjórnin skal kosin til eins árs. Þrír stjórnarmenn skulu tilnefndir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar og fjórir skulu kosnir á aðalfundi stofnunarinnar.

Þeir sem greitt hafa árgjald stofnunarinnar skulu hafa kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi til stjórnarkjörs, skv. 1. mgr. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi. Skulu þeir fjórir einstaklingar sem fá flest greidd atkvæði í kosningu vera réttkjörnir í stjórn.

Einn varamaður skal tilnefndur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar og einn varamaður skal kosinn á aðalfundi. Sá aðili sem næstur er inn í stjórn á grundvelli atkvæðafjölda skal teljast rétt kjörinn varamaður skv. 1. mgr. Varamenn taka þannig sæti að við forföll aðalmanns tilnefndum af bæjarstjórn skal varamaður tilnefndur af bæjarstjórn taka sæti. Við forföll aðalmanns kosnum á ársfundi skal varamaður kosinn á aðalfundi taka sæti.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og velur hún sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera. Stjórnin stýrir öllum málefnum stofnunarinnar og kemur fram út á við fyrir hönd hennar. Stjórnin skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hennar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina. Stjórn stofnunarinnar getur veitt prókúruumboð fyrir stofnunina.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Halda skal fundargerðarbók um það sem gerist á stjórnarfundum.

Athugasemd með tillögunni:

Breytingin felst í því að stjórn sé kosin í tvennu lagi þannig að sú þekking og reynsla sem myndist hafi fari ekki öll út á sama tíma. Tveir stjórnarmenn verða því eftir breytingar kosnir annað hvert ár til tveggja ára í senn. Varamaður kosinn til tveggja ára annað hvert ár. Auk þess eru gerðar smávægilegar orðalagsbreytingar og texti færður til sem hefur ekki áhrif á efnisinnihald greinarinnar.

Greinin mun þá hljóða svo:

Stjórn:
7.gr.

Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses. skal skipuð sjö stjórnamönnum og tveimur varamönnum. Þrír stjórnarmenn og einn varamaður skulu tilnefndir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fjórir stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi Markaðsstofu Hafnarfjarðar, þannig að árlega skulu kosnir tveir stjórnarmenn til tveggja ára og annað hvert ár einn varamaður til tveggja ára sem valinn er í stjórn á grundvelli atkvæðafjölda skv. 1. mgr. Þeir sem greitt hafa árgjald stofnunarinnar skulu hafa kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi til stjórnarkjörs, skv. 1. mgr. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.

Varamenn taka þannig sæti að við forföll aðalmanns tilnefndum af bæjarstjórn skal varamaður tilnefndur af bæjarstjórn taka sæti. Við forföll aðalmanns kosnum á aðalfundi Markaðsstofu Hafnarfjarðar skal varamaður kosinn á aðalfundi taka sæti.


Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og velur hún sér formann, varaformann, ritara og gjaldkera. Stjórnin stýrir öllum málefnum stofnunarinnar og kemur fram út á við fyrir hönd hennar. Stjórnin skal sjá til þess að skipulag og starfsemi hennar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina. Stjórn stofnunarinnar getur veitt prókúruumboð fyrir stofnunina.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á að fjalla um málið, sé þess nokkur kostur. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Halda skal fundargerðarbók um það sem gerist á stjórnarfundum.