Styttist í hundraðið

Við færumst eins og óð fluga nær því að aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar rjúfi 100 aðildarfyrirtækjamúrinn - vertu með.

Bjóðum fjögur ný aðildarfyrirtæki velkomin í um borð í Markaðsstofuna:

  • Eldmóður fræðslusetur ehf. er í Lífsgæðasetri St. Jó og bíður upp á einstaklings og fyrirtækja markþjálfun. Ýmis námskeið og Forvarnarfyrirlesturinn “Sjálfsmynd og kynheilbrigði”.

  • Berserkir axarkast er staðsett á Hraununum og bjóða upp á axarkast sem afþreyingu og íþrótt. Hentar vel fyrir hópa t.d. steggjanir/gæsanir, fyrirtæki, vinahópa, eða þá sem vilja öðruvísi og góða skemmtun.

  • Ploder ehf ( Álfagull ) er gjafavöruverslun í hjarta miðbæjarins þar sem áhersla er lögð á öðruvísi og hefðbundna gjafavöru.

  • Hugarró er í Lífsgæðasetri St. Jó og bíður upp á Kundalini jóga og núvitundarheilun með áherslu á innri ró og úrvinnsla áfalla í gegnum jóga.

Hvetjum um leið þau fyrirtæki sem ekki eru með að vera með við erum sterkari saman.

Vertu með skráning fyrirtækis hér
Previous
Previous

Verður þitt fyrirtæki númer 100?

Next
Next

Á döfinni í september