H-Berg býður í heimsókn
Hafnfirska fyrirtækið H-Berg býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn miðvikudaginn 20. apríl næstkomandi kl. 9:00 í húsnæði sínu að Grandatröð 12.
Halldór Berg Jónsson , eigandi H-Berg tekur á móti okkur, sýnir aðstöðuna og fræðir okkur um starfsemi fyrirtækisins sem hefur verið starfandi í um 15 ár uppi á Holti.
Fyrirtækjaheimsóknir af þessu tagi eru góður vettvangur fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og styrkja tengslanetið. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn með því að senda póst á msh@msh.is
Er fyrirtækið þitt ekki í markaðsstofunni? Þú getur skráð það hér