Við viljum blómlegt

atvinnulíf í Hafnarfirði

Markaðsstofan eflir samstarf atvinnulífs, bæjarfélagsins og annarra sem vilja stuðla
að uppbyggingu innan Hafnarfjarðar.
Með það að leiðarljósi að bæta ímynd Hafnarfjarðar og auka eftirspurn eftir
hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi
á svæðinu. Standa að fræðslu, efla
tengslanet og kynna aðildarfyrirtæki sem
eru með starfsemi í Hafnarfirði. Vertu
partur að samfélagi fyrirtækja í Hafnarfirði
og skráðu þitt fyrirtæki í MSH

Vertu með
  • Í Hafnarfirði starfa hundruði fyrirtækja. Með því að kynna ólíka starfsemi í Hafnarfirði má bæta ásýnd bæjarins og kynna áhugaverða og eftirsótta vöru og þjónustu í bænum.

  • Við stöndum fyrir fræðslu og fróðleik sem aðildarfyrirtæki geta sótt sér að kostnaðarlausu og höfum við nú byrjað að bjóða upp á fræðslu í streymi til að mæta ólíkum þörfum fyrirtækja, ráðstefnur þar sem kafað er dýpra í ákveðinn málefni sem aðildarfyrirtæki fá 50% afslátt á ásamt því að bjóða uppá léttari viðburði þar sem félagsmönnum býðst að efla tengsl og hafa gaman.

  • Við viljum búa til sterkt samfélag innan fyrirtækja í Hafnarfirði og standa þannig saman, miðla þekkingu og reynslu og styrkja tengsl og samstarf við bæjaryfirvöld.

  • Markaðsstofan stendur fyrir öflugri dagskrá með ólíkum viðburðum á hverju misseri sem styðja við markmið markaðsstofunnar.

Nánari upplýsingar

Hvernig höldum við áfram að

VAXA

Fimmtudaginn 13. nóvember
Bæjarbíó | kl.12:00-16:00

Öll fyrirtæki vilja vaxa – en hvernig vitum við hvert næsta skref liggur?

Sum standa á tímamótum, önnur vilja sækja á nýja markaði eða auka markaðshlutdeild og mörg velta
fyrir sér hvernig hægt sé að nýta nýja tækni, markaðssetningu, hugmyndir eða starfsfólk til
að skapa raunverulegan vöxt.

Á ráðstefnunni skoðum við vöxt í víðu samhengi.

  • Hvernig tökum við ákvarðanir sem leiða til stöðugrar þróunar og vaxtar?

  • Hvernig nýta fyrirtæki breytingar í umhverfinu
    sem tækifæri til vaxtar?

  • Hvernig getur nýsköpun, gervigreind og vellíðan starfsmanna skilað vexti og árangri?

Komdu og fáðu innblástur, verkfæri og nýjar hugmyndir sem hjálpa þér og þínu fyrirtæki að finna leiðina áfram.

Nánari upplýsingar

NÆSTU VIÐBURÐIR

NÆSTU VIÐBURÐIR

Anna Steinsen ætlar að vera með skemmtilegan fyrirlestur sem fjallar um samskipti milli kynslóða og árangursríkar leiðir til að skilja og bera virðingu fyrir yngri og eldri kynslóðum. Hvað er líkt og ólíkt með okkar kynslóð og þeirra sem við störfum með?

Fyrirlestur sem fjallar almennt um samskipti og hjálpar starfsfólki á vinnustöðum að skilja hvernig hver kynslóð nálgast hlutina á ólíkan og misjafnan hátt.

Miðvikudaginn 15. október
Staðsetning auglýst síðar
kl. 09:00 - 10:30

Hvernig fáum við kynslóðir til að
vinna saman

Hiti & sviti í Herjólfsgufunni

Þriðjudaginn 4. nóvember
Herjólfsgata
kl.17:30-18:30

Saunagusur hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi en eiga sér lengri sögu í mörgum af nágrannaríkjum okkar. Við ætlum að eiga töfrandi stund saman í hitanum og kæla á milli með því að dýfa okkur í sjóinn. Gufuhópurinn Herjólfsgufan býður aðildarfélögum að prófa sánu við Langeyrarmalir. Einstök upplifun sem þú vilt ekki missa af.

skráning
SKRÁNING

Fimmtudaginn 13. nóvember
Bæjarbíó
kl.12:00 - 16:00

VAXA
Ráðstefna

Öll fyrirtæki vilja vaxa – en hvernig vitum við hvert næsta skref liggur? Sum standa á tímamótum, önnur vilja sækja á nýja markaði eða auka markaðshlutdeild, og mörg velta fyrir sér hvernig hægt sé að nýta nýja tækni, hugmyndir eða starfsfólk til að skapa raunverulegan vöxt.

Á ráðstefnunni skoðum við vöxt í víðu samhengi

Komdu og fáðu innblástur, verkfæri og nýjar hugmyndir sem hjálpa þér og þínu fyrirtæki að finna leiðina áfram.

Kaupa miða

Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla sem laðar að sér fjölda gesta. Hafnarfjarðarbær hefur umsjón með Jólaþorpinu og ætlum við því að efna til fundar með Valdimar bæjarstjóra og Sunnu verkefnastjóra menningar- og ferðamála. Þar gefst okkur tækifæri til að eiga samtal um undirbúning og fara yfir allt það helsta.
Við hvetjum öll fyrirtæki til að mæta og þá sérstaklega fyrirtæki í miðbænum.

Föstudaginn 26. sept
Betri stofan
Kl. 09:00 - 10:30

Jólabærinn Hafnarfjörður

Jólagleði Markaðsstofunnar

Miðvikudaginn 10. desember
Betri stofan
kl. 18:00

Skráning
Skráning

Októberfest
matur & mjöður

Fimmtudaginn 2. október Fjörukráin
kl 19:00 - 22:00

Það er fjörugt kvöld framundan á Fjörukránni. Löwenbräu, Kinnhestur, októberfest matseðill og allt það góða sem að við Októberfest hefur upp á að bjóða. Óttar Ingólfs og Sigfús Ómar halda uppi fjörinu.

Við bjóðum til okkar árlegu jólagleði þriðjudaginn 10. desember á Betri stofunni. Þar sameinumst við í hátíðlegu andrúmslofti, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og eigum notalega samveru áður en jólin ganga í garð.

Komdu og njóttu stundarinnar með okkur

Aðildarfyrirtæki

í Markaðsstofu Hafnarfjarðar


Í Hafnarfirði starfa hundruðir fyrirtækja. Markmið markaðsstofunnar er að sýna kraftinn, sköpunina og fjölbreytnina í atvinnulífi bæjarins og vekja athygli á fjölbreyttri og spennandi starfsemi fyrirtækja í Hafnarfirði og skapa samfélag fyrirtækja í Hafnarfirði. Með það að leiðarljósi að bæta ímynd Hafnarfjarðar og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi á svæðinu.

Aðildarfyrirtæki

Stofuspjallið
Nýtt hlaðvarp Markaðsstofunnar

Stofuspjallið er nýtt og spennandi hlaðvarp á vegum Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem gefur einstaka innsýn í fólkið sem stendur á bakvið fyrirtækin í Hafnarfirði. Við heyrum heillandi sögur, kynnumst hugmyndafræði og metnaði eigenda og skoðum spennandi starfsemi fyrirtækjanna. Vertu með og uppgötvaðu kraftinn og sköpunargleðina sem gerir Hafnarfjörð sérstakan.

Þið finnið stofuspjallið hér og á Spotify.

Skráðu þig á póstlista Markaðsstofunnar

Skráðu þig á póstlista Markaðsstofunnar til að fá fréttir og upplýsingar um viðburði Markaðsstofunnar.