Markaðsstofan kynnir með stolti Hafnarfjarðarkortið
Opinn kynningarfundur á Betri stofunni 20. nóvember kl.09:00
Hafnarfjarðarkortið - Vertu með lykillinn að Hafnarfirði í vasanum
Við viljum blómlegt atvinnulíf í Hafnarfirði
Markaðsstofa Hafnarfjarðar vinnur að því að búa til sterkt samfélag fyrirtækja í Hafnarfirði og auka eftirspurn eftir hvers kyns vöru og þjónustu í Hafnarfirði með það að leiðarljósi að auka viðskipti innan bæjarins.
Við erum því afar spennt að kynna Hafnarfjarðarkortið, sem er ný og spennandi lausn fyrir íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarkortið er gjafakort sem hægt er að nota í fjölmörgum verslunum, þjónustufyrirtækjum, kaffihúsum og veitingastöðum víðs vegar um bæinn. Kortið virkar eins og inneignarkort, þú velur upphæðina og viðtakandinn ákveður hvar hann nýtir hana. Þannig gefur þú gjöf sem gleður og hefur á sama tíma gildi í samfélaginu. Með Hafnarfjarðarkortinu styður þú við fyrirtækin í heimabænum og hjálpar til við að efla verslun og þjónustu í Hafnarfirði um leið og þú gleður þann sem þér þykir vænt um.
„Hver kannast ekki við það að eiga allskyns gjafabréf ofan í skúffu og áður en þú veist af þá er gjafakortið útrunnið. Kosturinn við Hafnarfjarðarkortið er að þú setur kortið í símann þinn, það er virkt í Apple wallet og Android farsímum og þú þarft aldrei aftur að muna eftir gjafakortinu þínu.“
Hægt er að kaupa kortið rafrænt en þeir sem vilja geta fengið Hafnarfjarðarkortið í gjafaöskju. Gjafaöskjurnar má nálgast frá 5. desember í Jólaþorpinu og í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar.
Verslum innanbæjar fyrir jólin
„Við viljum auðvitað hvetja alla til að versla innanbæjar fyrir jólin, við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því Hafnfirðingar eru svo heppnir að búa yfir fjölbreyttu úrvali verslana, veitingastaða og þjónustufyrirtækja. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í bænum og einstakur bæjar andi er ríkjandi í Hafnarfirði sem erfitt er að finna annars staðar“, segir Þóra Hrund framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
Hafnarfjarðarkortið er þó ekki eingöngu hugsað sem gjafakort því kortið er einskonar greiðslukort sem gildir víðsvegar um Hafnarfjörð og koma fyrirtækin til með að bjóða upp á ýmis fríðindi eða tilboð sem eingöngu er hægt að nýta sér ef þú ert með Hafnarfjarðarkortið. Því ættu allir Hafnfirðingar að vera með Hafnarfjarðarkortið í vasanum, því það er lykillinn að Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarkortið er fullkomin gjöf til að gleðja starfsfólk, viðskiptavini og samstarfsaðila.
Hafnarfjarðarkortið er frábær gjöf sem hentar öllum og eins má benda á að starfsmenn greiða ekki skatt af Hafnarfjarðarkortinu líkt og gildir fyrir bankakort. Forsvarsmenn fyrirtækja sem huga að gjöfum fyrir starfsfólk geta verið vissir um að Hafnarfjarðarkortið hittir í mark - starfsfólkið velur sína gjöf sjálft í fjölbreyttu úrvali verslana, allt frá matvöru og upplifunum til dekurs og gjafavöru.
„Það er svo gaman að skapa eitthvað nýtt og spennandi sem hefur jákvæð áhrif í samfélaginu. Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að vera með eigin greiðslulausn og með Hafnarfjarðarkortinu erum við í raun að eignast okkar eigið hagkerfi sem styður ekki bara við fyrirtækin í bænum heldur líka við íbúa og sveitarfélagið sjálft, því peningurinn helst innan bæjarfélagsins’’.
Hafnarfjardarkortid.is
Nánari upplýsingar er hægt að finna á hafnarfjardarkortid.is og ef þitt fyrirtæki hefuri áhuga á því að vera með í Hafnarfjarðarkortinu, þá er hægt að sækja um inn á heimasíðunni.
Opinn fundur verður á Betri stofunni þann 20. nóvember kl.09:00 þar sem við kynnum Hafnarfjarðarkortið fyrir þeim fyrirtækjum sem hafa áhuga á að vera með og taka þátt í hafnfirska hagkerfinu.