Heimsókn á einn smekklegasta kaffibar landsins
BARBARA
KAFFIBAR
Þriðjudaginn 9. september | kl.17:30 - 19:00
Við vonum að þið séuð að koma vel undan sumri. Markaðsstofan ætlar að byrja haustið með krafti, eftir frábært sumar og kynna það sem framundan er, en haustið er fullt af spennandi dagskrá.
Við hefjum haustið á heimsókn til nýliðanna á Barböru kaffibar, sem er einn smekklegasti kaffibar landsins í hjarta Hafnarfjarðar. Kaffibarinn er staðsettur í elsta húsi bæjarins, þar sem Súfustinn tók á móti gestum í mörg ár. Þar ætlum við að fá að hitta eigendur Barböru og heyra um vegferðina sem hafa farið í til að glæða þessu sögufræga húsi nýju lífi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Barbara kaffibar
Strandgata 9
220 Hafnarfjörður
Athugið að þar sem um takmarkaðan gestafjölda er að ræða þá biðjum við ykkur um að skrá ykkur hér að neðan.
Skráðu þig hér