Heimsókn í Yogahúsið
Yogahúsið í St. Jó býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn miðvikudaginn 11. maí kl. 9:00.
Íris, Helga og Linda Björk taka á móti okkur, kynna okkur starfsemi sína, sýna nýju aðstöðuna á efstu hæðinni í St. Jó og leiða þá sem vilja að lokum í gegnum rólega slökun.
Fyrirtækjaheimsóknir markaðsstofunnar eru góður vettvangur fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og styrkja tengslanetið. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn í síðasta lagi þann 9. maí með því að senda póst á msh@msh.is