Yogahúsið og allt öfluga starfið í St. Jó
Í gær fórum við í heimsókn í Yogahúsið í Lífsgæðasetri St. Jó sem er nú komið með aðsetur á efstu hæðinni í þessu glæsilega húsi.
Íris og Linda, eigendur Yogahússins tóku á móti okkur í fallegu morgunsólinni og gengu fyrst með okkur í gegnum húsið þar sem við fengum að kynnast öllu því öfluga og góða starfi sem þar fer fram.
Þegar komið var á efstu hæðinni voru þær með kynningu á starfi Yogahússins sem er meðal annars með tíma í Jóganidra – djúpslökun, mjúku jógaflæði, Kundalini jóga, Gongslökun - tónheilun og Jóga í vatni. Að lokum fengu þeir sem vildu að leggjast á dýnurnar til að njóta stuttrar slökunar með kröftugu Gongspili.
Takk allir sem mættu og bestu þakkir fyrir okkur til ykkar í Yogahúsinu. Afar gefandi og fræðandi heimsókn.