Heimsókn í flugherma Icelandair

CAE Icelandair Flight Training ehf. er dótturfyrirtæki Icelandair og sér um eignarhald og rekstur á flughermunum að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði.

Félagið rekur þrjá flugherma sem eru af Boeing gerðunum 737 MAX, 767-300 og 757-200 , vélar sem eru í rekstri hjá Icelandair í dag. Þá rekur félagið einnig eldhermi og sér um viðhald og umsjón á öðrum þjálfunarbúnaði Icelandair eins og flugvélaskrokkum og hurðaþjálfum.

Icelandair er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins og var með rúmlega 60% allra selda tíma í flughermana en aðrir tímar eru seldir til aðila víðsvegar um heiminn. Fjöldi seldra tíma árið 2023 var yfir 15.000 sem var stærsta ár félagsins hingað til.

Við fáum að koma til þeirra í heimsókn á Flugvelli til að kynnast starfseminni og heyra hverjar þeirra helstu áskoranirnar eru um þessar mundir.

Hvenær: Föstudaginn 23. febrúar kl. 9:00

Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar

Skráning: Skráningarfrestur til og með 20. febrúar.

Það eru einungis 20 pláss laus í þessa heimsókn og við hvetjum áhugasama því til að skrá sig sem fyrst.

15. janúar 2024