MSH FRÉTTIR
Næsta fyrirtækjakaffi
Næsta fyrirtækjakaffi sem verður haldið miðvikudaginn 5. október næstkomandi kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði.
Reynslusaga: Fjarðarkaup - einstök verslun
Erindi þar sem stiklað verður á stóru í reynslusögu Fjarðarkaupa (case studie) sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári.
Sjálfbærnistefna, kaffilykt og vélmenni heilluðu
Í morgun fór áhugasamur hópur fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn til Te & Kaffi í Stapahrauninu. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja var með heimsóknina.
Fyrirtækjaheimsókn í Umbúðagerðina
Umbúðagerðin á Reykjavíkurveginum býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn miðvikudaginn 12. október kl. 9:00.
Sjálfbærni og samfélagsábyrgð - fyrirlestur
Fyrirlestur þar sem fjallað er um vegferð fyrirtækja í átt að sjálfbærni og aukinni samfélagsábyrgð. Haldinn þann 27. september næstkomandi. Skráningarfrestur til 20. september.
Áherslur í samningaviðræðum ofl.
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 1. september síðastliðinn. Meðal efni fundarins voru nýjar áherslur í samningaviðræðum og pælingar í tengslum við félagaform stofunnar, fjölda fyrirtækja ofl.
Sigrar, litir og ánægja
Í vikunni héldum við námskeiðið Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur þar sem Ingvar Jónsson, eigandi Profectus fjallaði um það hvernig hægt er að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – bæði í starfi og eða einkalífi.
Fyrirtækjaheimsókn í Te & Kaffi
Te & Kaffi býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn fimmtudaginn 15. september kl. 9:00 á kaffistofu sína að Stapahrauni 4.
Einyrkjakaffi nú Fyrirtækjakaffi
Undanfarin ár höfum við verið með mánaðarlegt einyrkjakaffi þar sem fólk hefur komið saman, styrkt tengslanetið og rætt mál líðandi stundar. Ákveðið hefur verið að breyta nafninu á viðburðinum til að fá enn fleiri til að mæta og Einyrkjakaffi heitir núna Fyrirtækjakaffi.
Á döfinni fram til áramóta
Það er með tilhlökkun og ánægju sem við kynnum dagskrá haustsins og vonum að sem flestir taki þátt í starfinu og efli þannig og styrki samstöðu og tengslanet meðal atvinnurekenda í bænum okkar.