Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að fara í heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð og mun Markaðsstofan leiða þá vinnu. Það má í raun segja að frá stofnun stofunnar hafi verið talað fyrir því innan Markaðsstofunnar að mikilvægt væri að farið yrði í slíka vinnu.

Nú er þetta að verða að veruleika og formleg leit að samstarfsaðila um verkið er hafinn. Við bindum miklar vonir við þetta verkefni og teljum að það komi til með að efla Hafnarfjörð enn frekar. Við munum leita til ykkar í þessari vegferð til að fá ykkar innsýn og þekkingu inn í þetta því hún er mikilvæg.

Ítarefni eða fylgigögn sem vísað er í í auglýsingunni er að finna hér

Markaðsstefnumótun-09-03-2018.jpg