Jólainnkaup í Hafnarfirði

Við í Markaðsstofu Hafnarfjarðar skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu, afar fjölbreyttar og fallegar verslanir sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð.

Fyrirtækin okkar í heimabyggð ýta undir litríkt og öflugt samfélag og án þeirra viljum við ekki vera. Það er því ákaflega mikilvægt að við stöndum saman og styðjum við hafnfirska verslun og þjónustu.

Jólalegt að spássera um bæinn

Miðbærinn okkar, sem teygir sig allt frá Norðurbakka að Fornubúðum er fallega skreyttur líkt og undanfarin ár en við minnum einnig á spennandi verslanir víðsvegar annars staðar í bænum.

Það getur verið ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir, fara í Hellisgerði, á skautasvellið nú eða kíkja í Jólaþorpið um helgar.

Hugmyndalistar

Við erum búin að setja saman lista yfir hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf en þar á meðal eru gjafabréf í heilun, flot eða myndatöku, hafnfirsk pönnukökupanna og fallegar heimilisvörur. Við tókum einnig saman svipaðan lista í fyrra sem má vissulega líka nota aftur.

Heimsendingarþjónusta

Ef þú átt ekki heimangengt þá eru margar verslanir sem og veitingastaðir með heimsendingarþjónustu.