Heimsókn til Berserkja axarkasts

Hafnfirska fyrirtækið Berserkir axarkast býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn miðvikudaginn 17. nóvember kl. 17:00.

Eigendur Berserkja þau Helga og Elvar taka á móti okkur, sýna aðstöðuna og leyfa okkur örugglega að kasta nokkrum öxum.

Þetta er þriðja fyrirtækjaheimsókn markaðsstofunnar í ár en þær eru góður vettvangur fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og styrkja tengslanetið. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn í síðasta lagi þann 15. nóvember með því að senda póst á msh@msh.is

Er fyrirtækið þitt ekki í markaðsstofunni? Þú getur skráð það hér

Previous
Previous

Næsta einyrkjakaffi

Next
Next

Ánægja á námskeiði