Ánægja á námskeiði

Góðar og áhugaverðar umræður vöknuðu á námskeiði Steinunnar Stefánsdóttur frá Starfsleikni þar sem því var velt upp hvort viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.

Eitt af því sem kom fram var að viðskiptavinurinn hefur rétt á að hafa rangt fyrir sér og þess vegna þarf sérfræðinga og þjónustu til að leiðbeina. Afar mikilvægt er að honum sé sýnd virðing og fagmennska og þjónustuaðili eigi að leggja sig fram við að hlusta, skilja og greina hvað skiptir viðskiptavininn mestu máli.

Ánægja

Mikil ánægja var með fyrirlesturinn samkvæmt könnun sem gerð var meðal þátttakenda í lokin. 90% var mjög ánægð með fyrirlesarann og 90% sögðu jafnframt að fyrirlesturinn hafi staðið undir væntingum. Þá sögðu 60% mjög líklegt að fræðslan muni nýtast í starfi og 30% nokkuð líklegt að hún muni gera það.

Námskeiðið var haldið á Kænunni og nokkrir þátttakendur, sem og starfsfólk Kænunnar, fengu bleikan Kólus afleggjara með sér heim.

Previous
Previous

Heimsókn til Berserkja axarkasts

Next
Next

Fimm ný aðildarfyrirtæki