Endurnýjun samstarfssamnings ofl.
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 16. september síðastliðinn.
Samstarfssamningur markaðsstofunnar og Hafnarfjarðarbæjar rennur út um áramótin en hann var gerður til tveggja ára á sínum tíma. Á fundinum var ákveðið að senda bréf til formanns bæjarráðs og óska eftir að viðræður um endurnýjun samnings hefjist sem fyrst. Þá voru lokadrög lögð að kynningu okkar hjá bæjarráði næstkomandi fimmtudag.
Stuttar umræður urðu um mismunandi leiðir í tekjuöflun og formi aðildargjalda. Þá var rætt um tækifæri fyrirtækja til að minna á sig í tengslum við upplifanir í Hafnarfirði s.s. hópefli fyrirtækja og aðventuferðir. Miklir möguleikar og flott fyrirtæki í bænum með margs konar þjónustu sem hægt væri að tengja saman og vekja athygli á. Framkvæmdastjóri ætlar að skoða með að skrifa grein um það málefni.