MSH FRÉTTIR
Góðar umræður á stjórnarfundi
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi nýverið. Dagskrá fundarins var samningurinn við Hafnarfjarðarbæ, ársreikningur, komandi aðalfundur og samstarfið við AWE hraðalinn.
Agndofa gestir eftir fróðlega heimsókn
Í vikunni fór hópur fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn til Flúrlampa, líka nefnt lampar.is, á Reykjavíkurveginum. Það má með sanni segja að gestirnir hafi verið hálf agndofa yfir öllu því sem fyrirtækið gerir.
Sex ný aðildarfyrirtæki
Við gleðjumst alltaf yfir því þegar ný fyrirtæki skrá sig í markaðsstofuna. Í febrúar bættust sex fyrirtæki í okkar góða hóp. Við bjóðum þau velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.
Fyrirtækjakaffi í marsmánuði
Fyrirtækjakaffi marsmánaðar verður haldið miðvikudaginn 8. mars næstkomandi kl. 9:00 á Betri Stofunni.
Fyrirtækjaheimsókn - Hafið fiskverslun
Hafið fiskverslun er með höfuðstöðvar sínar á bryggjunni að Fornubúðum 1. Við fáum að koma þangað í heimsókn sem heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnslan sem og skrifstofurnar eru til húsa.
Fjarðarkaup fékk hvatningarverðlaunin
Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í sjöunda sinn í gær við hátíðlega og skemmtilega athöfn. Fjarðarkaup, sem fagnar 50 ára afmæli í sumar, fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni.
Hvatningarverðlaun ákveðin á stjórnarfundi
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í lok síðustu viku. Dagskrá fundarins var að fara yfir tilnefningar til hvatningarverðlaunanna og ákveða hver skyldi hljóta þau ásamt viðurkenningum.
Febrúar fyrirtækjakaffi
Fyrirtækjakaffi febrúarmánaðar verður haldið miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 9:00 á Betri Stofunni.
Hvatningarverðlaunahátíð ársins
Afhending Hvatningarverðlauna markaðsstofunnar fer fram í Apótekinu í Hafnarborg fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17:30. Viðburðurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.
Tíu fyrirtæki bætast í hópinn
Árið byrjar aldeilis vel hjá okkur í markaðsstofunni og hópurinn okkar heldur áfram að stækka. Nú hafa tíu ný og spennandi fyrirtæki bæst í okkar góða hóp. Við bjóðum þau öll velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.