Breytingar á samning ræddar
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 30. september síðastliðinn.
Aðalumræðuefni fundarins var samstarfssamningur markaðsstofunnar og Hafnarfjarðarbæjar en samningaviðræður hefjast innan skamms og stjórnin fór yfir þær breytingar sem hún vill leggja til á samningnum.
Önnur mál sem tæpt var á voru möguleiki okkar til að taka þátt í umræðu uppbyggingar atvinnusvæða í bænum, samskipti við Markaðsstofu Kópavogs og haustfagnaður stjórnar. Áætlaðar umræður um nýtt tekjumódel voru færðar til næsta fundar.