Að hafnarfjarða
Í umfjöllun um fyrirtæki vikunnar í síðustu viku kom fram að hjónin Einar og Kristjana á VON mathús nota oft sögnina að hafnarfjarða. Þá eiga þau við að vera dugleg að peppa Hafnarfjörð upp, eitthvað sem þeim finnst mikilvægt og gera mikið af.
Skemmtilegt nýyrði sem við mælum með að nota, nú eða allavega vera dugleg að tala um hversu góður og flottur bærinn okkar er.
Lesa má viðtalið við Einar og Kristjönu hér