Nýtt tekjumódel, afmæli ofl.
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 14. október síðastliðinn.
Meðal umræðu á fundinum voru hugmyndir að nýju tekjumódeli fyrir aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar sem gætu þá valið um brons-, silfur- eða gullaðild. Ákveðið að vinna áfram með þessar hugmyndir á næsta ári.
Verið er að leggja lokadrög að tillögu að nýjum samstarfssamning við Hafnarfjarðarbæjar og ítarlegri greinargerð honum til stuðnings. Óskað verður eftir fundi með formanni bæjarráðs sem fyrst. Þá voru hugmyndir að nokkrum nýjum verkefnum rædd og stefnt að því að sækja um sérstakan styrk fyrir eitt þeirra.
Markaðsstofan verður sex ára þann 22. október næstkomandi. Ákveðið að vera með köku og heitt á könnunni þann daginn á skrifstofunni og vekja athygli á sögu stofunnar á samfélagsmiðlum í vikunni.