Næring í starfi
NÆRING Í STARFI
- hvernig verjum við starfsorkuna á krefjandi tímum
Nýjar og fjölbreyttar áskoranir hafa mætt heimilum, atvinnulífi og samfélögum síðast liðna mánuði. Vinnustofa sem fjallar um skapandi og nærandi leiðir til að hlúa að starfsorku og verjast neikvæðum áhrifum álags á tímum áskorana.
Hver
Guðbjörg Björnsdóttir, iðjuþjálfi og Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, BA uppeldis- og menntunarfræði/fjölmiðlafræði. Þær eru eigendur hafnfirska fræðslufyrirtækisins Saga – Story House og hafa áralanga reynslu af stjórnun, þjálfun og fjölbreyttu meðferðarstarfi.
Hvenær og hvar
Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 9:00-10:30 í húsnæði Saga – Story House að Flatahrauni 3, 2. hæð.
Fyrir hverja
Vinnustofan er fyrir eigendur og starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar og er þeim að kostnaðarlausu.
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 1. nóvember