Heimsókn til Terra
Hafnfirska fyrirtækið Terra býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn miðvikudaginn 13. október næstkomandi kl. 9:00.
Ragna I. Halldórsdóttir, markaðsstjóri Terra, tekur á móti okkur, sýnir aðstöðuna og veitir stutta fræðslu um mikilvægi flokkunar hjá fyrirtækjum.
Þetta er önnur fyrirtækjaheimsókn markaðsstofunnar í ár en við teljum þær vera góðan vettvang fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og styrkja tengslanetið. Við vonumst því til að sjá sem flesta.
Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn í síðasta lagi þann 11. október með því að senda póst á msh@msh.is
Er fyrirtækið þitt ekki í markaðsstofunni? Þú getur skráð það hér