Næring, endurheimt og flæði
Á vinnustofunni Næring í starfi hjá þeim Guðbjörgu og Ingibjörgu í Saga Story House var meðal annars rætt um örugga svæði (comfort zone) hvers og eins og hvað gerist ef viðkomandi fer út úr því. Þá var fjallað um hvar og hvernig hægt er að endurheimta orku, hvað þýði að vera í flæði og vangaveltur um hvar það gerist í starfi.
Vinnustofan var haldin í fallega rými Sögu á Flatahrauninu og öllum boðið upp á túrmerik skot, mandarínur, piparkökur og hnetur ásamt kaffi og te.
Stóð undir væntingum
Mikil ánægja var með vinnustofuna samkvæmt könnun sem gerð var meðal þátttakenda í lokin. 86% var mjög ánægð með fræðsluna í heild sinni og 100% sögðu jafnframt að fyrirlesturinn hafi staðið undir væntingum. Þá sögðu 86% mjög líklegt að fræðslan muni nýtast í starfi og 14% nokkuð líklegt að hún muni gera það.