Stefnumótun og haustdagskrá rædd á stjórnarfundi
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 12. ágúst síðastliðinn.
Á fundinum voru næstu skref í stefnumótun rædd og ákveðið að bjóða aðildarfyrirtækjum til vinnustofu þar sem farið er yfir stöðuna og opnað fyrir umræðu.
Framkvæmdastjóri kynnti drög að dagskrá fyrir haustið en ætlunin er að vera með fjóra viðburði fram að áramótum, ásamt mánaðarlegu einyrkjakaffi og þremur fyrirtækjaheimsóknum.
Stjórnarmeðlimir fara á næstunni á fund bæjarráðs og var rætt hvaða áherslur ættu að vera á þeim fundi.
Að lokum var umræða um vel heppnaða heimsókn til Markaðsstofu Kópavogs í vikunni og ákveðið að bjóða á sambærilegan fund hér í Hafnarfirði áður en langt um líður.
Frá heimsókn til Markaðsstofu Kópavogs í vikunni